Godo Pro eru þjónustupakkar sem hægt er að taka sem viðbót við Godo Property.
Þessi þjónusta er sérsniðin hverju sinni eftir þörfum viðskiptavinarins.

 

Revenue Manager (breytileg verðstýring)

Í þessari þjónustu sjá sérfræðingar hjá Godo um að verðstýra þinni eign með því markmiði að hámarka tekjur og nýtingu. Notast er við algrímur til að breyta verðum nokkrum sinnum á dag eftir því hvernig bókunarstaðan er, hvernig eftirspurn ferðamanna er og verð samkeppnisaðila.

Channel Expert (umsýsla á sölurásum)

Viðhald og uppsetning á sölusíðum er tímafrek en gríðarlega mikilvæg vinna enda stýrist fjöldi bókana af því hversu vel sölusíður líta út. Að sama skapi er mikilvægt að hlúa vel að bókunarvél á eigin heimasíðu. Sérfræðingar Godo geta séð um þessa hluti fyrir þig, með því einfalda markmiði að hámarka bókunarfjölda og tekjur.

Treasury (innheimtuþjónusta)

Godo býður uppá vaktir allan sólarhringinn sem sjá um innheimtu af bókunum fyrir þinn gististað. Hér er vaktað yfir vangreiddum bókunum og eftirfylgni við gesti sem hafa skilað vitlausu kreditkortanúmeri eða ekki fengið heimild. Með því að vakta allan sólarhringinn kemur þú í veg fyrir óseld herbergi með tilheyrandi tekjutapi ef að gestur mætir ekki.

Communication (gestasamskipti, vefpóstur og sími)

Vaktir Godo geta séð um tölvupósts- og símasamskipti við þína gesti allan sólarhringinn alla daga ársins eða þá tíma sólarhrings eða árs sem henta þér. Með þessar þjónustur fær þinn gestur bestu þjónustu sem völ er á og þú lækkar rekstrarkostnað.

Booking Office (bókunarþjónusta og samskipti við ferðaskrifstofur)

Samskipti við ferðaskrifstofur og utanumhald á bókunum er tímafrekt ferli og passar oft ekki í almennt skipulag gististaða. Oft er ekki hægt að svara fyrirspurnum strax og þá missa þeir dýrmætar bókanir. Það er ekki allra að geta haldið út starfsmanni sem einbeitir sér að þessum lið rekstursins. Með bókunarþjónustu Godo geturðu hámarkað ferðaskrifstofubókanir og lækkað rekstrarkostnað á sama tíma.

Ráðgjöf

Godo þjónustar mörg hundruð gististaða um allt land og þeir eru mismunandi eins og þeir eru margir. Okkar sérfræðingar sem flestir hafa unnið árum saman í gistirekstri geta aðstoðað þig með ýmis konar ráðleggingar sem stuðla að tekjuaukningu, aðhaldi í rekstrarkostnaði og aukinni sjálfvirkni.

Sendu okkur skilaboð og sérfræðingar okkar munu heyra í þér.