Bókunarkerfi PMS

fyrir gististaði

godo logo
Godo Property

Bókunarkerfi Godo er skýjalausn sem heldur utan um allar upplýsingar fyrir gististaðinn á einum stað, þar eru t.d bókanir, upplýsingar um gesti, miðlæg verðstýring, skýrslur, greiðslur og margt fleira Kerfið hentar hótelum, gistiheimilum, farfuglaheimilum og íbúðarleigu.

Tengingar við sölusíður (Channel Manager)

Með Godo Property kerfinu fylgir með sölurásatengill þar sem þú getur tengst öllum helstu sölusíðum og bókanir flæða sjálfvirkt á lausa daga. Hér er hægt að tengjast öllum stærstu bókunarsíðum, þar á meðal booking.com, expedia (hotels.com), airbnb.com, homeaway.com, tripadvisor, Hosteling International, Hotelbeds, Agoda, HRS og tugir fleiri ásamt hundruði undirsíðna.

Dagatal

Með dagatali er hægt að sjá yfirlit yfir allar bókanir, gesti, herbergjaskipan, laus og bókuð herbergi. Auðvelt er að færa bókanir með því að draga og sleppa. Einnig er gott yfirlit yfir verðstýringu og auðvelt að sjá hvar er hægt að hækka eða lækka verð miðað við bókunarstöðu. Einnig er hægt að setja upp sjálfvirkar verðreglur.

Bókunarvél

Bókunarvél Godo hentar fyrir allar heimasíður. Bókunarvélina er hægt að klæðskerasníða eftir sérhverjum gististað og heimasíðu til þess að það falli vel að ímynd gististaðar. Bókunarvélin er einföld og stutt að fara í bókunarstaðfestingu með kreditkorti til þess að auka líkur á að gestir bóki. Hægt er að stilla Google Ads til að auka við sölu á eigin heimasíðu. Að sjálfsögðu er hægt að stilla að verð sem fara á heimasíðu gististaðarins séu ávallt lægri en á öðrum bókunarsíðum.

Greiðslukerfi

Með greiðslukerfinu er hægt innheimta kortabókanir með einum smelli, hvort sem um ræðir standard eða non refundable bókanir. Ef kortanúmer eru ekki rétt er hægt að biðja um nýtt kortanúmer beint úr kerfinu (t.d. Fyrir booking.com bókanir). Greiðslukerfið tengist Borgun, Korta og Valitor og því getur gististaðurinn valið hvaða greiðsluhirði hann vill nota og náð þannig betri kjörum. Greiðslur geta farið beint inn í bókhaldskerfi og kvittun sendist sjálfkrafa á gestinn þegar hún er skuldfærð.

Verðstýring

Auðvelt er að setja upp marga verðlista, standard, non-refundable, lægri verð fyrir heimasíðu, ferðaskrifstofuverðlista, árstíðarbundna verðlista, afslætti, helgarverð og verðreglur fyrir lágmarksdvöl svo fátt sé nefnt.

Móttaka

Hér eru listar yfir hverjir koma í dag, hvaða gestir verða áfram á gististaðnum eða hverjir eru að skrá sig út. Hægt er að skrá gesti inn eða út með einum smell og auðvelt að sjá hverjir hafa greitt eða eru með útistandandi reikninga.

Bókanir

Mjög fljótlegt er að bæta við bókunum hvort sem um ræðir einstaklings- eða hópabókanir. Hægt er að tengja saman mengi af bókunum, merkja þær og stilla hvaða upplýsingar eru sýnilegar í dagatalinu (nafn, fjöldi gesta o.s.frv.). Einnig er hægt að stilla hvaða upplýsingar er hægt að sjá þegar bendli er rennt yfir bókanir án þess að opna þær. Hægt er að skrá hóp inn í einni aðgerð, breyta upplýsingum eða setja inn nafnalista fyrir allan hópinn svo fátt sé nefnt.

Reikningagerð

Fyrir reikningagerð er hægt að setja upp viðskiptamenn og vörur og samtengja við bókhaldskerfi. Godo Property er m.a tengt við DK, Reglu, NAV og Uniconta sem einfaldar bókhaldsvinnuna til muna. Hægt er að fletta upp lista yfir bókunum frá ákveðnum skuldunautum.

Tölfræði

Yfirlit yfir bókunarstöðu næstu vikna, nýjustu bókanir sem flæða inní kerfið og frá hvaða bókunarrásum þær koma.

Ræstingar

Yfirlit yfir hvaða gistirými þarf að þrífa, skráningar hvaða rými eru hrein. Einnig eru skýrslur fyrir vaktaskipulag fram í tímann þar sem auðvelt er að sjá álagspunkta í þrifum. Nú er hægt að skoða glænýtt app frá GODO sem kallast Pronto. Pronto er þrifakerfi fyrir hótel sem eykur sjálfvirkni og gæði.

Gestir

Gagnagrunnur sem heldur utan um alla gesti sem hafa komið og hægt er að skrá athugasemdir við fastagesti og aðra.

Sjálfvirkir póstar og sms

Sjálfvirkni er lykilatriði í gistirekstri í dag, bæði fyrir þjónustustig við viðskiptavini og fyrir tímassparnað. Hægt er að stilla hvaða tölvupóstar eða skilaboð sendast út eins og staðfestingar, komu-upplýsingar, greiðslukvittanir, umsagnarbeiðnir og “upp-sell” vörur. Textar eru persónugerðir þar sem hægt er að draga allar upplýsingar fram varðandi bókunina eins og nafn, lyklakóðar o.fl. Auðvelt er að stilla hvenær póstar sendast út og setja á borð við greiðslur eða hvaðan bókunin kom. (t.d. Bókunarsíða eða ferðaskrifstofa).

Skýrslur

Í kerfinu eru alls konar skýrslur, allt frá gistináttaskýrslum, bókunarskýrslum, tekjuskýrslum og margt fleira. Það er einnig hægt að útbúa sínar eigin skýrslur með þeim gögnum sem notendur leita eftir.

Kynntu þér rekstrarþjónustuna okkar:

Pro
 • Sérfræðingar í verðstýringu

 • Bestun og umsýsla á sölusíðum

 • Gestasamskipti 24/7

 • Bókunarskrifstofa

 • Innheimta

 • Ráðgjöf

 • m
 • m
 • m
 • m
 • m
 • m

Hljómar vel ?