Eignastýring

Godo Property er kerfi sem er hannað til þess að vera aðgengilegt fyrir alla. Það er jafnframt þægileg og áreiðanleg lausn fyrir eigendur og yfirmenn sem þurfa skilvirkt og hraðvirkt kerfi til að reka árangursríkt fyrirtæki. Godo Property tengist öllum helstu sölurásum án vandkvæða og þar með hámarkast allar bókanir en einnig  einfaldar það allar daglegar aðgerðir með því að fella þær að sjálfvirku kerfi. Á einum stað er hægt að hafa umsjón með öllum bókunum, gestaupplýsingum, verðum og framboði – Yfir allar sölurásir!

Godo Property er frábær lausn fyrir hótel, gistiheimili, farfuglaheimili eða orlofsseignir.

Umsjón sölurása

Við erum tengd öllum helstu sölurásum á netinu eins og Booking.com, Expedia, Hotels.com, Airbnb og fleiri. Godo Property teymið okkar er með sérfræðiþekkingu á þessum vettvangi. Ráðfærðu þig við okkur um hvaða sölurásir henta þér og þínum rekstri til þess að hámarka sölu- og bókunartíðni hjá þér.

Umsjón sölurása er innbyggð í kerfið okkar svo þú getur auðveldlega fylgst með öllum bókunum og framboði og jafnframt verðstýrt eigninni um leið og ný verð eru send út til allra sölurása.

Bókunarsíða

Við höfum hannað bókunarsíðu sem lagar sig að öllum heimasíðum. Godo Property kerfið aðlagar sig að heildaryfirbragði, litum og hönnun heimasíðunnar þinnar. Hægt er að bæta við sérsniðnum kynningartilboðum og uppfæra bókanirá heimasíðunni þinni. Þessar aðgerðir gera þér kleift að auka við beinar bókanir í gegnum heimasíðuna þína og þar með sleppur þú við að borga þóknanir fyrir þær bókanir.

PayButton

PayButton sparar þér tíma, eykur öryggi og kemur í veg fyrir mögulegt tekjutap. Með því að nota PayButton viðmótið, sleppirðu við að setja inn kortaupplýsingar inn á allar greiðslugáttir og sparar þar með tíma og einfaldar greiðsluferlið fyrir þig og gestina þína.

PayButton staðfestir kreditkort ef bókun var gerð í gegnum sölurás eða þína eigin heimasíðu. Þú færð aðvörun frá okkur ef greiðslukortanúmerið er annað hvort ekki rétt sett inn eða innistæða er ekki næg. Þetta ferli kemur í veg fyrir bókanir með óheimiluðum greiðslukortum og kemur í veg fyrir tekjutap vegna ótilkynntra forfalla.

Godo Property kerfið sendir sjálfvirkar kvittanir til viðskiptavina eftir heimilaða borgun eða áminningu ef kortaupplýsingar vanta eða eru rangar.

Sérfræðingur sölurása

Godo Property teymið er með gríðarmikla reynslu og þekkingu af sölurásum og öllu því sem tengist því að eiga viðskipti á netinu. Því er ávallt hægt að leita til okkar og fá ráð um hvaða sölurásir henti eigninni þinni best. Sölurásasérfræðingurinn setur upp mismunandi sölurásir fyrir þig og bætir sölu og tekjur af þessum sölurásum. Á meðan getur þú einbeitt þér að þörfum og óskum gesta þinna og séð til þess að þeir njóti dvalarinnar.

Tekjustjórn

Virk, tímatengd verðlagning er mikilvægur þáttur í að hámarka tekjur. Sérfræðingar okkar þekkja innviði gistigeirans út og inn og þeir geta hjálpað þér að ná sem bestum árangri í þínum rekstri. Kerfið okkar tryggir hagstæðustu verðin eftir árstíðum, eftirspurn, framboði og verðinu hjá samkeppnisaðilum. Markmið tekjustjórnar eru að hámarka tekjur og bókanir þínarhverju sinni.

Hefur þú spurningar?

[recaptcha]