Kerfið hjá Godo hefur sparað mér gríðarlega vinnu. Það er einfalt í notkun og mætir öllum mínum þörfum. Starfsfólk Godo er einstaklega þægilegt í samskiptum, þau eru lausnamiðuð og bregðast hratt við þegar ég þarf á þeim að halda.

Rakel Runólfsdóttir, Framkvæmdastjóri Hvammstangi Cottages & Hvammstangi Hostel

Það er óhætt að segja að líf mitt hafi einfaldast töluvert eftir að við ákváðum að færa okkur fyrir til GoDo með bæði húsin okkar. Auk þess hversu aðgengilegt kerfið er þá er til fyrirmyndar hvað allar beiðnir varðandi aðstoð til GoDo eru afgreiddar fljótt og örugglega. Ég mun halda áfram að mæla með því að nota Godo við alla þá sem spyrja mig ráða varðandi bókunarkerfi.

Jón Þór, Mengi Kjarnholt & Mengi Apartments

Godo er mjög skilvirkt og einfalt kerfi með óteljandi möguleikum sem auðvelda okkur lífið mikið, við náum öllum þeim upplýsingum sem við þurfum úr kerfinu.  Einnig er einstaklega hentugt að geta kallað fram ýmsar upplýsingar sem hentar hverjum og einum notenda.  Við á Hótel Öldunni mælum með Godo fyrir alla, hvort sem það eru stórir eða litlir gististaðir. Okkur finnst frábært að geta tengst bókunarsíðum sem sýnir okkar framboð beint frá Godo, minna um yfirbókanir og betri yfirsýn.  Þjónustan er einnig án efa sú besta sem völ er á, ef það er eitthvað sem okkur vantar upplýsingar með þá svara þau um hæl, og eru godo starfsmenn líka dásamlegir og gott að tala við þau.  Þetta bókunarkerfi er alveg 100% og þjónustan líka.

Sigfríð, Hotel Aldan

Ég hef notað þjónustu GODO í töluverðan tíma og reynslan hefur verið mjög góð. Stýring á tekjum, og söluleiðum hefur hámarkað tekjumöguleikana. Faglegt viðmót og þjónustulund starfsmanna GODO gagnvart gestum hefur einnig skipt miklu máli varðandi umsögn gesta. Það að geta síðan séð allar breytur í útleigu á gagnvirku viðmóti á netinu gerir allt upplýsingaflæði auðvelt.

Örn Kjartansson

Við erum mjög ánægð með þjónustu Godo í alla staði og höfum verið frá fyrsta degi, en við gerðum samstarfssamning vorið 2015. Utanumhald bókana, skýrleiki og aðgengi að skoðun bókana er til fyrirmyndar. Það er mjög auðvelt að nota kerfið og höfum við látið þriffólkið okkar einnig hafa aðgang að bókunarkerfinu til hægðarauka. Öll samskipti við starfsfólk hafa verið mjög þægileg og óhætt að segja að um er að ræða mjög hæft og lausnarmiðað fólk.

Við getum óhikað mælt með Godo og höfum við vísað fólki til þeirra sem hefur haft hug á að fara með íbúðir í útleigu til ferðamanna.

Ólafur B. Blöndal, fasteign.is

Sendu okkur umsögn

Sendaclear

Okkur er umhugað um okkar viðskiptavini

Við metum okkar viðskiptavini mikils. Við reynum okkar allra besta til þess að hugsa vel um okkar viðskiptavini, því án þeirra værum við ekki til.

  • Vandvirkni
  • Þjónusta allann sólarhringinn
  • Hjálpsöm og vingjarnleg
  • Reynslumikið teymi
  • Ánægðir kúnnar
  • Fljótleg og vinaleg þjónusta