Godo Property

Godo Property er alhliða bókunarkerfi (PMS) sem hentar fyrir allar stærðir og gerðir gististaða, s.s. hótel, gistiheimili, farfuglaheimili, tjaldsvæði, íbúðir og orlofshús. Megin markmið kerfisins er að auka sjálfvirkni og tengja helstu þætti gistireksturs í eitt miðlægt kerfi. Þannig verður daglegur rekstur einfaldari, sýnileiki á sölusíðum eykst en fyrirhöfn og vinna verður minni.

Godo Property er hugsað heildarlausn fyrir gististaði. Í hugbúnaðinum er að finna bókunarkerfi þar sem allar bókanir og upplýsingar  eru geymdar sem veitir góða yfirsýn. Tenging við sölusíður er innbyggð þannig að allar breytingar eru gerðar á einum stað (e. channel manager). Bókunarvél er einnig hluti af hugbúnaðinum en auðvelt er að setja hana á vefsíðu.

 

 

Godo Pro

Markmiðið með Godo Pro er að nýta sérfræðikunnáttu okkar starfsfólks og þannig einfalda rekstur gististaða. Þjónustur Godo Pro eru sérsniðnar að hverjum viðskiptavini þannig að skilningur á rekstri hvers og eins sé til staðar. Þannig getum við veitt framúrskarandi þjónustu, aukið nýtingu og tekjur gististaðarins.

Þjónustur í boði:

– Verðstýring
– Innheimta
– Samskipti við gesti – 24/7 (allan sólarhringinn)
– Umsjón sölusíðna
– Bókunarskrifstofa fyrir ferðaskrifstofur
– Þrifaþjónusta í samstarfi við Nostra

Godo PAY

Með Godo PAY er hægt að taka greiðslur á einkar einfaldan og þægilegan hátt. Með einum smelli sækir Godo Pay greiðslukortauupplýsingar og skuldfærir það greiðslukort sem gefið er upp með bókun. Innheimta verður því skilvirk, fljótleg og greiðslur berast beint í gegnum greiðsluhirði.

TRAVIA

Travia er markaðstorg fyrir ferðaskrifstofur og gististaði. Gististaðir og ferðaskrifstofur tengjast og ferðaskrifstofan bókar inn á þinn gististað samkvæmt þínum skilmálum og verði. Travia eykur sjálfvirkni enn frekar og þú eykur sýnileika á þínum gististað gagnvart ferðaskrifstofum

Skráðu þig i Travia a www.travia.is

Bókhaldstengingar

Bein tenging við bókhaldskerfi einfaldar alla reikningagerð tengdum bókunum. Nú getur þú búið til reikninga beint úr Godo Property fyrir bókhaldið og þeir verða til í bókhaldskerfinu þínu. Ferlið er einfalt og þægilegt þar sem að auðvelt er velja viðskiptamann, vörur og útbúa reikninga í kjölfarið. Hægt er að fletta upp skýrslum, útbúa kredit reikninga o.fl.

Godo Property er tengt:

  • DK hugbúnaður
  • Regla bókhaldskerfi
  • NAV (Wise)
  • Uniconta (væntanlegt)

Verðstýring

Í Godo Property leggjum við mikla áherslu á þægilega verðstýringu sem gerir notendum kleift að breyta verðum á einfaldan máta til að hámarka meðalnæturverð og nýtingu á gististaðnum. Auðvelt er að hafa marga verðflokka eins og t.d. Standard og Non-refundable sem og mismunandi verð eftir bókunarsíðum (t.d. lægra á eigin heimasíðu). Við bjóðum einnig uppá verðreglur þar sem að hægt er að stilla sjálfvirka hækkun/lækkun eftir stöðu hvers dags á gististaðnum.

Með Godo Property er einnig hægt að tengjast við verðalgoritma sem að uppfæra verð sjálfvirkt með það að markmiði að hámarka tekjur og nýtingu.

Hvað er gott við Godo?

Spjall í kerfinu

Vissir þú að í Godo Property getur þú haft beint samband við þjónustuteymið?

Þægileg innleiðing

Við gerum innleiðinguna auðvelda fyrir þig. Við sjáum um gagnafærslur, við tengjum og kennum þér á forritið.

Hvar sem er

Þú getur notað Godo Property í vafranum á tölvu, spjaldtölvu eða síma!

Margir notendur

Kerfið bíður upp á marga notendur og mismunandi aðganga t.d. fyrir starfsfólk í þrifum eða fyrir bókhald.

Dragðu og slepptu

Það er auðvelt að eiga við og taka til í bókunum í kerfinu.

Skýrslur

Godo Property getur sent gistináttaskýrslu til hagstofunar og er með öflugt úrval af skýrslum fyrir allar hliðar rekstursins.

Hvernig virkar kerfið?