Orlofseignir

Orlofseignir

Godo Property er frábær lausn fyrir orlofseignir. Af hverju? Godo Property getur komið á framfæri nákvæma eiginleika orlofseignar sem hugsanlegir gestir gætu verið að leita að. Með því að nota sölusíður sem tengdar eru Godo Property geturðu hámarkað tekjur og bókanir.

Uppfærsla ljósmynda á einum stað

Godo Property er ekki aðeins frábær lausn fyrir verðstýringu og bókanir. Þú getur einnig haft umsjón með öllum ljósmyndum, upplýsingum og lýsingum í Godo Property kerfinu. Kerfið sér um að uppfæra allar upplýsingar á mismunandi sölusíður eins og Airbnb, HomeAway, TripAdvisor, Wimdu og fleiri.

Sveigjanlegar leigueiningar

Þú getur auglýst sömu eignina á mismunandi vegu og ná þar með til ólíkra viðskiptahópa. Sem dæmi má nefna gistirými sem er venjulega selt í litlum einingum getur verið selt sem ein eining fyrir stóra hópa.

Godo Property er afar hentugt og þægilegt ef þú ert með margar eignir í rekstri. Þú hefur yfirlit yfir allar eignir í einu og þú getur stjórnað hvaða notandi er með aðgang að hvaða eign hverju sinni.

Sendu mismunandi verð til ólíkra sölusíðna. Settu inn reglur um verð með tilliti til árstíða eða lágmarksdvalar. Búðu til þínar eigin sjálfvirku reglur sem henta þinni eign.

Staðfestingarpóstar, algengar spurningar, kvittanir, lyklakóðar, kort og allar kynningar geta verið sendar út sjálfkrafa eftir bókun nýrra gesta. Einnig er hægt að senda sjálfvirka pósta til þriffólks þegar þörf er á.

Kerfið hjá Godo hefur sparað mér gríðarlega vinnu. Það er einfalt í notkun og mætir öllum mínum þörfum. Starfsfólk Godo er einstaklega þægilegt í samskiptum, þau eru lausnamiðuð og bregðast hratt við þegar ég þarf á þeim að halda.

Rakel Runólfsdóttir, Framkvæmdastjóri Hvammstangi Cottages & Hvammstangi Hostel

Það er óhætt að segja að líf mitt hafi einfaldast töluvert eftir að við ákváðum að færa okkur fyrir til GoDo með bæði húsin okkar. Auk þess hversu aðgengilegt kerfið er þá er til fyrirmyndar hvað allar beiðnir varðandi aðstoð til GoDo eru afgreiddar fljótt og örugglega. Ég mun halda áfram að mæla með því að nota Godo við alla þá sem spyrja mig ráða varðandi bókunarkerfi.

Jón Þór, Mengi Kjarnholt & Mengi Apartments