Við þjónustum hótel

Godo Property

Kerfið er hagkvæm viðbót fyrir hótelið þitt. Það hefur alla þá eiginleika sem þarf til að reka árangursríkt fyrirtæki. Fyrir utan að auka sölu og bókanir þá hefur Godo Property alla þá þætti til að hjálpa starfsfólkinu þínu að bjóða upp á betri þjónustu og þér að reka skilvirkt og skipulagt fyrirtæki.

Hver starfsmaður í fyrirtæki þínu getur verið með eigin aðgang sem er sérsniðin að hans starfi þar sem allar upplýsingar sem skipta máli í hans starfi eru aðgengilegar. Þannig venst starfsfólkið kerfinu fljótt og örugglega á þeirra eigin forsendum.

Kerfið okkar er hannað til þess að einfalda vinnu viðskiptavina okkar og gera reksturinn þeirra skilvirkari og árangursríkari fyrir vikið. Gestamóttakan getur tekið á móti gestum með einum smelli og séð hvort einhverjar greiðslustöðvar séu ógreiddar. Þriffólkið getur auðveldlega séð allar hreingerningarskýrslur og merkt herbergi hrein eða óhrein í gegnum síma eða spjaldtölvu.

PayButton

PayButton sameinar þæindi, hraða og aðgengi í einum hnappi. Með einum smelli á PayButton hnappinn fer sjálfvirk greiðsla í gegnum sölusíðu eins og Expedia, hotels.com, booking.com og agoda eða þín eigin heimasíðu.

Hægt er að gefa ákveðnum starfsmönnum aðgang að innheimtukerfinu og tryggja þar með öryggi fyrirtækisins og gesta þinna.

Godo er mjög skilvirkt og einfalt kerfi með óteljandi möguleikum sem auðvelda okkur lífið mikið, við náum öllum þeim upplýsingum sem við þurfum úr kerfinu.  Einnig er einstaklega hentugt að geta kallað fram ýmsar upplýsingar sem hentar hverjum og einum notenda.  Við á Hótel Öldunni mælum með Godo fyrir alla, hvort sem það eru stórir eða litlir gististaðir. Okkur finnst frábært að geta tengst bókunarsíðum sem sýnir okkar framboð beint frá Godo, minna um yfirbókanir og betri yfirsýn.  Þjónustan er einnig án efa sú besta sem völ er á, ef það er eitthvað sem okkur vantar upplýsingar með þá svara þau um hæl, og eru godo starfsmenn líka dásamlegir og gott að tala við þau.  Þetta bókunarkerfi er alveg 100% og þjónustan líka.

Sigfríð, Hotel Aldan