Farfuglaheimili

Godo Property er beintengt við allar heimsins stærstu sölusíður farfuglaheimila eins og Hostelworld, Hostelling International og Hostelbookers. Við erum einnig tengd síðum sem eru vinsælar á meðal farfugla eins og Booking.com og Airbnb.

Sveigjanleiki laðar að bókanir.

Heimavistir, sérherbergi, hópaherbergi og margt fleira, við skiljum það vel að hvert farfuglaheimili er einstakt. Farfuglaheimili koma í öllum stærðum og gerðum og uppsetningin getur verið mismunandi eftir eignum. Godo Property aðlagar sig að þínum þörfum og þú ræður hvort þú verðseturherbergin eftir einingu eða gestum. Herbergi á heimavist getur verið verðsett sem herbergi fyrir hópa eða hvert rúm er selt til mismunandi einstaklinga.

Godo Property sér um að uppfæra allar sölusíður og auka sýnileika á netinu, laða að fleiri viðskiptavini, fá fleiri bókanir og auka tekjur.

Kerfið hjá Godo hefur sparað mér gríðarlega vinnu. Það er einfalt í notkun og mætir öllum mínum þörfum. Starfsfólk Godo er einstaklega þægilegt í samskiptum, þau eru lausnamiðuð og bregðast hratt við þegar ég þarf á þeim að halda.

Rakel Runólfsdóttir, Framkvæmdastjóri Hvammstangi Cottages & Hvammstangi Hostel