Farfuglaheimili

Godo Property er beintengt við allar heimsins stærstu sölusíður farfuglaheimila eins og Hostelworld, Hostelling International og Hostelbookers. Við erum einnig tengd síðum sem eru vinsælar á meðal farfugla eins og Booking.com og Airbnb.

Sveigjanleiki laðar að bókanir.

Heimavistir, sérherbergi, hópaherbergi og margt fleira, við skiljum það vel að hvert farfuglaheimili er einstakt. Farfuglaheimili koma í öllum stærðum og gerðum og uppsetningin getur verið mismunandi eftir eignum. Godo Property aðlagar sig að þínum þörfum og þú ræður hvort þú verðseturherbergin eftir einingu eða gestum. Herbergi á heimavist getur verið verðsett sem herbergi fyrir hópa eða hvert rúm er selt til mismunandi einstaklinga.

Godo Property sér um að uppfæra allar sölusíður og auka sýnileika á netinu, laða að fleiri viðskiptavini, fá fleiri bókanir og auka tekjur.

Við vitum að hröð og skilvirk þjónusta er fyrir öllu. Við bjóðum upp á þjónustu allan sólarhringinn og við þekkjum vel ferðamannaiðnaðinn og gerum okkur grein fyrir þeim erfiðleikum sem geta komið upp á þessum vettvangi.

Dragðu og slepptu viðmótið okkar gerir það að verkum að þú getur fært bókanir auðveldlega á milli ólíkra eininga eða eigna með því einfaldlega að draga og sleppa. Viðmótið gerir þér einnig kleift að uppfæra bókanir gesta á einfaldan hátt.

Hægt er að stilla því þannig að bókanir flokkist í  mismunandi litakóða og einnig er hægt að setja sjálfvirkar reglur á bókanir. Bókanir sem hafa verið greiddar geta til dæmis fengið ákveðinn lit og ógreiddar bókanir annan. Bókanir sem koma frá ákveðnum sölurásum geta einnig fengið ákveðinn lit og þar með er komin skýr yfirsýn yfir allar bókanir.

Kerfið hjá Godo hefur sparað mér gríðarlega vinnu. Það er einfalt í notkun og mætir öllum mínum þörfum. Starfsfólk Godo er einstaklega þægilegt í samskiptum, þau eru lausnamiðuð og bregðast hratt við þegar ég þarf á þeim að halda.

Rakel Runólfsdóttir, Framkvæmdastjóri Hvammstangi Cottages & Hvammstangi Hostel