Helstu þættir í þjónustu okkar

Godo Property starfar í skýinu og er aðgengilegt í tölvu, spjaldtölvu og snjallsíma. Öll gögn eru geymd á öruggum og vísum stað og eru ávallt aðgengileg.

Við vitum að hröð og skilvirk þjónusta er fyrir öllu. Við bjóðum upp á þjónustu allan sólarhringinn og við þekkjum vel ferðamannaiðnaðinn og gerum okkur grein fyrir þeim erfiðleikum sem geta komið upp á þessum vettvangi.

Í áskrift að Godo Property  er innifalinn aðgangur margra notenda án aukakostnaðar. Þú getur stjórnað hvernig aðgang mismunandi notendur hafa sem er sérsniðið að þörfum hvers og eins (til dæmis aðgangur yfirmanns, þriffólks, bókara eða starfsfólks í móttöku.)

Godo Property er afar hentugt og þægilegt ef þú ert með margar eignir í rekstri. Þú hefur yfirlit yfir allar eignir í einu og þú getur stjórnað hvaða notandi er með aðgang að hvaða eign hverju sinni.

Viltu að móttakan sé með yfirlit yfir allar bókanir, framboð eða daglegar tekjur? Þetta er allt hægt með Godo Property.

Hlutverk dagatalsins er að vera einfalt yfirlit yfir allar bókanir og jafnframt að líta eftir öllum birgðum og verðum.

Sendu mismunandi verð til ólíkra sölusíðna. Settu inn reglur um verð með tilliti til árstíða eða lágmarksdvalar. Búðu til þínar eigin sjálfvirku reglur sem henta þinni eign.

Dragðu og slepptu viðmótið okkar gerir það að verkum að þú getur fært bókanir auðveldlega á milli ólíkra eininga eða eigna með því einfaldlega að draga og sleppa. Viðmótið gerir þér einnig kleift að uppfæra bókanir gesta á einfaldan hátt.

Hægt er að stilla því þannig að bókanir flokkist í  mismunandi litakóða og einnig er hægt að setja sjálfvirkar reglur á bókanir. Bókanir sem hafa verið greiddar geta til dæmis fengið ákveðinn lit og ógreiddar bókanir annan. Bókanir sem koma frá ákveðnum sölurásum geta einnig fengið ákveðinn lit og þar með er komin skýr yfirsýn yfir allar bókanir.

Staðfestingarpóstar, algengar spurningar, kvittanir, lyklakóðar, kort og allar kynningar geta verið sendar út sjálfkrafa eftir bókun nýrra gesta. Einnig er hægt að senda sjálfvirka pósta til þriffólks þegar þörf er á.

Við vitum að hröð og skilvirk þjónusta er fyrir öllu. Við bjóðum upp á þjónustu allan sólarhringinn. Þú getur treyst því að við erum alltaf til staðar fyrir þig. Starfsfólk okkar þekkir vel hóteliðnaðinn og skilur þá erfiðleika sem geta komið upp á þessum vettvangi.

Njóttu góðs af miklu úrvali af skýrslum, bæði sérsniðnum og stöðluðum. Þú getur jafnvel hannað þína eigin skýrslu sem er sérsniðin að þínum þörfum – semnýtist vel í eigin rekstri.

Umsagnir Viðskiptavina

Við metum viðskiptavini okkar mikils og leggjum upp úr góðri þjónustu.

Hægt er að lesa hvað viðskiptavinir okkar hafa að segja um okkur.

 • Kerfið hjá Godo hefur sparað mér gríðarlega vinnu. Það er einfalt í notkun og mætir öllum mínum þörfum. Starfsfólk Godo er einstaklega þægilegt í samskiptum, þau eru lausnamiðuð og bregðast hratt við þegar ég þarf á þeim að halda.

  Rakel Runólfsdóttir, Framkvæmdastjóri Hvammstangi Cottages & Hvammstangi Hostel
 • Það er óhætt að segja að líf mitt hafi einfaldast töluvert eftir að við ákváðum að færa okkur fyrir til GoDo með bæði húsin okkar. Auk þess hversu aðgengilegt kerfið er þá er til fyrirmyndar hvað allar beiðnir varðandi aðstoð til GoDo eru afgreiddar fljótt og örugglega. Ég mun halda áfram að mæla með því að nota Godo við alla þá sem spyrja mig ráða varðandi bókunarkerfi.

  Jón Þór, Mengi Kjarnholt & Mengi Apartments
 • Godo er mjög skilvirkt og einfalt kerfi með óteljandi möguleikum sem auðvelda okkur lífið mikið, við náum öllum þeim upplýsingum sem við þurfum úr kerfinu.  Einnig er einstaklega hentugt að geta kallað fram ýmsar upplýsingar sem hentar hverjum og einum notenda.  Við á Hótel Öldunni mælum með Godo fyrir alla, hvort sem það eru stórir eða litlir gististaðir. Okkur finnst frábært að geta tengst bókunarsíðum sem sýnir okkar framboð beint frá Godo, minna um yfirbókanir og betri yfirsýn.  Þjónustan er einnig án efa sú besta sem völ er á, ef það er eitthvað sem okkur vantar upplýsingar með þá svara þau um hæl, og eru godo starfsmenn líka dásamlegir og gott að tala við þau.  Þetta bókunarkerfi er alveg 100% og þjónustan líka.

  Sigfríð, Hotel Aldan
 • Ég hef notað þjónustu GODO í töluverðan tíma og reynslan hefur verið mjög góð. Stýring á tekjum, og söluleiðum hefur hámarkað tekjumöguleikana. Faglegt viðmót og þjónustulund starfsmanna GODO gagnvart gestum hefur einnig skipt miklu máli varðandi umsögn gesta. Það að geta síðan séð allar breytur í útleigu á gagnvirku viðmóti á netinu gerir allt upplýsingaflæði auðvelt.

  Örn Kjartansson
Lestu fleiri umsagnir

Okkar Markmið

Við gerum eignastýringu og gistireskstur auðveldann og þægilegan fyrir alla.

Helstu Áherslur

 • Reynsla í ferðaþjónustu
 • Tengingar við önnur kerfi
 • Sterkt teymi stafrænna snillinga
 • Reynsla í rekstrarstörfum og eignastýringu
 • Vinaleg þjónusta
 • Auðvelt að nota kerfið
 • Sjálfvirkni

Okkar Reynsla

Reynsla í ferðaþjónustunni - 85 ár
Sérhæfing í gistirekstri - 50 ár
Stjórnun gistireksturs - 25 ár

Teymið Okkar!

Við erum ung, metnaðarfull og dugleg og sækjumst eftir

því að skila góðum gæðum og þjónustu til viðskiptavina okkar.

Sveinn Jakob Pálsson

Framkvæmdarstjóri

Katrín Magnúsdóttir

Sölustjóri

Jóel Sigurðsson

Þróunarstjóri

Zuzana Agricolova

Hugbúnaðarsérfræðingur

Ástþór M. Þórhallsson

Deildarstjóri

Þóra Margrét Ólafsdóttir

Viðskiptastjóri

Haukur Birgisson

Viðskiptaþróun

Gísli Leifsson

Hugbúnaðarsérfræðingur

Daníel Andri Pálsson

Hugbúnaðarsérfræðingur

Gustav Borg

Sérfræðingur

Patrycja Natalia Urbanska

Sérfræðingur

Anna Jankowska

Sérfræðingur

Sverrir Steinn Sverisson

Gæðastjóri

Lára Rán Sverrisdóttir

Sérfræðingur

Ása M. Sveinsdóttir

Deildarstjóri

Inga Þórunn Waage

Sérfræðingur

Gheorghe Dan Barabas

Sérfræðingur

Martynas Rocys

Sérfræðingur

Sölvi Smárason

Sala & Markaðssetning

Örvar Steinbach

Sala & Markaðssetning